á endalausu ferðalagi...
|
Hver er ég? Ég heiti Þóra... ...og bý í Danmörku Myndir Aðrir bloggarar! Hann Ágúst minn Andrea Berglind & Óli Berglind Brynhildur Dana & Gústi Erla Erna Freyja Guðrún Henný Mæja & Steini Ólöf & Axel Sigurrós Unnur Helga Þórdís Litla fólkið! Viktor Daði Stefán Konráð Krummi Vigdís Björg Alejandro Egill Ágúst Þór & Stefán Páll |
Já ég veit, hér hefur ekkert gerst í mjög langan tíma! Fyrst þá var ég bara aðeins að hvíla mig á tölvum og svo var vesen með smákökuna (á dönsku tölvumáli cookies), þannig að það var ekki hægt að fara inn á neinar síður þar sem maður þurfti að slá inn aðgangsorði og leyniorði!!! Ég komst heim til mín á aðeins lengri tíma heldur enn ég ætlaði mér. Ég missti af síðustu lestinni sem fer beint frá Kastrup og heim til mín. Ég var að skipta um lest en sem betur fer bara einu sinni. Flugleiðir voru nú svo góðir við okkur þessar örfáu farþega sem voru með mér í þotunni að við fengum útsýnisflug um Reykjavík. Ég vinkaði öllum og enginn vinkaði til baka. Við flugum yfir Skerjafjörðin, Reykjavíkurhöfn (þann hluta sem ég var að vinna á), Kringluna, Grafar-holt og vog og svo yfir starfsmannabústaðinn á Nesjavöllum, eftir það lá leiðinn upp í skýinn!!! Ég verð að viðurkenna mér fannst þetta eiginlega bara lúmst gaman. Það eru mörg ár síðan ég flaug innanlands og það er alltaf jafn gaman að sjá Reykjavík og nágrenni í öðru ljósi! Við Gústi fórum svo núna í byrjun vikunnar til Hamborgar. Við leigðum okkur bíl og keyrðum. Það var líka gaman. Það er nú ekki hægt að segja að ég sé góður kortalesari í borgum og hvað þá í stórborgum! Það tók svona klst. að finna hótelið. Við vorum á intercity hotel. Það var á "gleis 13" ef hægt er að segja það. Við vorum eiginlega á lestarstöðinni. Þar komst ég að því að það er hægt að taka bílinn með sér í lest! Jamms við hefðum geta bara skellt okkur til München eða Wien eða jafn vel bara til Ítalíu. Bara keyrt upp á lestarvagninn um kvöldið og morguninn eftir vera komin einhvert allt annað. Þetta var eitthvað sem mér fannst sniðugt. Við Gústi skoðuðum svo búðirnar og það var verslað. Það var lítill rekki í Karstadt sem voru ameríksar vörur! Við urðum að kaupa okkur Swiss Miss og Betty Crooker gulrótarköku! Við prufuðum líka grískan veitingastað. Mér fannst maturinn minn rosalega góður, Gústa fannst samt sinn svolítill bragðdaufur, en þjónustan var meira en frábær. Ég var búin að sjá Block House steikhús og var búin að tala um að hvort við ættum ekki að borða þar seinna kvöldið. Því í minningunni var maturinn þar frábær. Þvílík og önnur eins vonbrigði, mig langaði ekki einu sinni í þetta. Ég held að það verði langt þanngað til ég fari aftur á Block House. Svo er skólinn byrjaður. Búin að fara einu sinni. Mér fannst eins og ég væri á fysta ári í framhaldsskóla. Maður er mataður með teskeið! En kennararnir sögðu að þetta yrði ekki alltaf svoleiðis. Það var líka ein sem var með mér í bekk í fyrra sem sagði mér að ég gæti búist við að bækurnar verði dýrar! Þó svo hún sé að kaupa sínar skólabækur í fyrsta skipti, þá er ég ekki að gera það! Jæja ég ætla mér að fara lesa þýska sögu! Þar til næst. Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.
|